Lífsins lækur
flæðir um æðar mínar,
vekur upp fornar þrár.

Ég þrái að fljúga,
fljúga burt.
Ég þrái að hverfa,
hverfa burt.

Dauðans draumur
sveimar um huga minn,
drepur fornar minningar.

Ég man
eftir skóginum bak við húsið,
vatninu bak við skóginn,
ljósinu í vatninu.

Ég man og ég flaug

Dagsins dögg
drýpur í augu mín,
sýnir mér forna fegurð.

Ég sé stjörnur,
ennimána og rósaraðir.
Ég sé kolsvart hár
og fannhvítt hörund.

Næturinnar þögn
ber á hjarta mér,
segir mér frá fornri sorg.

Ég heyri grátur,
tár og grátur í fjarska.
Ég heyri öskur,
örvænting og öskur í fjarska.

Ég sá og ég heyrði