Smá ljóð um gang lífsins.

sólin fyllir upp í hvert einasta horn í dalnum
blómin vilja leika sér og áin rennur glatt
skuggi sem veifði sverði liggur loks í valnum
ný menning er í vinnslu, og sinan brennur hratt

lífið í dalnum er gott og góðir hlutar gróa
þar til golan verður óþarflega sterk
hörmungar gerast, sem engan hafði órað
helvíti er laust.. og gerir sitt verk

úrhelli rignir yfir dauða grundu
var birta vegin af vetrinum
þar til sólin rís aftur, á þessari stundu
og smá rót úr blómi sprettur upp