Blöðin þín dáinn og sölnuð
eitt af öðru hverfa þér frá
sumarfegurð þín er nú fölnuð
vetur kaldur og dimmur leggst þig á.

Í sumar varstu svo fögur
brostir við mér hvern dag
breiddir blómin þín undurfögru
mót sólu hvern einasta dag.

Undir geyslakrónu þinni ég undi
mörgum síðkvöldum á
oft vaknaði af værum blundi
umvafinn gullregni með tár á brá.

Við rætur þínar undir grænum greinum
mínir fegurstu draumar fæddust
blóm og trjáálfar komu úr leynum
og með mér innilega kættust.