Ég veit nú ekki alveg hvar þessi “pistill” á heima, en hann er um ljóð, þannig að þetta er víst rétti staðurinn.

Þannig er mál með vexti að ég sá alveg gríðarlega sorglegt ljóð í síðasta tölublaði Smells. Það bar víst titilinn “I went to a party, mom” og hópur sem stóð fyrir undirskriftalista gegn drukknum ökumönnum samdi þetta ljóð, eftir því sem ég veit best.
Þetta ljóð snerti ákveðna strengi í manni ogmér fannst það mjög sorglegt, og tárin flæddu niður kinnarnar eftir því sem leið á lestur ljóðsins. Ég ætlaði að birta það hérna en þar sem ég veit ekki hver höfundurinn er vil ég það helst ekki, auk þess sem ég rak augun í tilkynningu þess efnis að fólk birti einungis sín eigin ljóð hér.
Ljóðið fjallaði um stúlku sem fór í partý og tók þá skynsamlegu ákvörðun að vera allsgáð þetta kvöld þar sem hún þyrfti að keyra heim til sín þegar gamanið væri búið. En á heimleiðinni lenti hún í ógöngum vegna drukkins ökumanns. Boðskapur ljóðsins er augljós; ekki keyra drukkin. Þetta var samt mjög sniðug leið til að vekja máls á mikilvægu málefni, og veit ég ekki til þess að ljóðformið hafi verið notað í þessum tilgangi áður.

En allavega, ég var að velta því fyrir mér hvaða hópur þetta væri eiginlega, og hvar ég gæti nálgast þessa undirskriftarlista, því að þetta er vissulega mjög göfugur málstaður, sem vert er að vekja máls á. Einnig langaði mig að hrósa þessum hópi, hver sem þið eruð, og hvetja þau til að halda áfram þessu góða starfi. : )

Einnig ef þessi margnefndi hópur sér þetta, gætu þau ef til vill leyft fleirum að njóta ljóðsins ef þau sjá sér það fært.

Einnig langaði mig að spyrja: Má maður ekki birta ljóð eftir aðra ef að maður tekur það fram að maður hafi ekki samið það sjálfur, og tiltekur höfund? Ekki get ég séð hvernig það gæti flokkast undir ritstuld.