Þetta er fyrir 6 kúlutúbur og gaskút. Þar sem stærstu túburnar taka 150 kúlur má vera með allt að 800 kúlur á sér og 200 í trektinni. Það er sæmileg byrjun á leik, 1000 kúlur samtals.
Spyder 2000 er allt önnur byssa en Compactinn. Þessi er með bottom line og regulator. Drop-forward sem bætir jafnvægið, M16 gripi, Snap-Grip Venturi bolt og fínpóleruðu hlaupi úr Aerospace grade áli.
Vökvinn í Diablo Inferno er nokkuð þyngri en í hefðbundnum litboltakúlum. Hún drífur því örfáum metrum lengra en um það getur munað. Vökvinn er líka þykkari og liturinn sterkari svo erfiðara er að reyna að þurrka hann af. Skelin er frekar þunn svo þessi kúla hentar ekki í ódýrustu byssurnar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..