Tilkynning frá stjórn LiBS,

Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar hefur nú komið til liðs við okkur og ætla að hjálpa okkur við að gera völlinn í Húsi Dauðans löglegan.

En til þess að það gerist þurfum við aðeins að taka til hendinni. Þrífa þarf svæðið og koma öllu rusli og bílhræjum í burtu. Ef að okkur tekst að hreinsa þarna almennilega þá verður vegurinn að húsinu lagaður og krossarabrautinn færð í 100m frá húsinu. Að lokum verður félagið skráð í Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar.

Þetta er frábært fyrir alla litboltaspilara á höfuðborgarsvæðinu og um að gera að koma sem flestir til að hjálpa okkur að klára hreinsun á svæðinu.

Við ætlum að hittast á laugardaginn um 14:00 í húsinu og taka til hendinni. Það koma síðan vörubílar og hreinsa allt í burtu á þriðjudaginn við verðum allan daginn þannig betra seint en aldrei

Það eru margir sem munu koma til með að njóta góðs af þessu og því hlökkum við til að sjá sem flesta í Húsi Dauðans á laugardag klukkan 14:00

plannið er að reyna spila eftir tiltektina þannig merkjarar væru
snilldar hugmynd í skottið!!!!!!!
Kærar kveðjur,

Stjórn LiBS.