Nú hef ég verið svo lengi í útlandinu að ég veit ekkert um stöðu mála heima. Ég verslaði mér paintball byssu '94 og átti heima en það varð aldrei af því að prófa þetta þó við værum nokkrir sem áttum svona dæmi (seldi hana svo fyrir rest).
Núna er ég að flytja heim á Skerið og brenn í skinninu að taka þátt í paintball!
Þá er ég að spá í því hvað þetta kostar allt saman. Er betra að versla sér byssu í útlandinu og allt sem fylgir eða eru innflytjendur ekki að okra á þessu eins og á öllu öðru heima (eins og ég þurfi að spyrja, ha ha)?
Hvað kostar “normal” byssa, kúlur og gleraugu og ef ég versla þetta hérna úti, hverjar eru reglurnar í sambandi við byssurnar?
Help mí át gæs!
Með fyrir fram þökk,
Ingi í Hollandi
www.facebook.com/teikningi