Ég og nokkrir vinir mínir erum að velta fyrir okkur að kaupa merkjara og fara að æfa þetta sport.

Var að velta því fyrir mér hvað það kostar um það bil að kaupa allt sem þarf til þess, ég er búinn að lesa algengar spurningar en er ekki viss hvort það sé verið að gera ráð fyrir gengismuninum sem er núna alveg rosalegur. Sá í þessu FAQ að búnaður kostar um 50-70 þúsund.

Önnur spurning er með velli. Er hægt að spila hvar sem maður vill spila eða þarf maður að fá leyfi til að geta spilað þar sem maður vill spila. Ég er með frekar stórt svæði heima hjá mér þar sem ég gæti spilað en er ekki viss hvort við mættum það.