Ég ætla hér að skrifa nokkur orð um nýja völlin í Gufunesinu sem ég og vínir mínir prófuðum í dag.
Það var mjög auðvelt að finna þetta vel merkt með stóru skilti sem stendur á “Skemmtigarðurinn”. Þegar við komum þarnar var verið að steggja og var brúðguminn tekinn í klassíska kanínubúningshlaupið og var það mjög gaman að sjá. Síðan byrjuðum við að spila, við vorum 7 því það voru smá forföll en það skipti engu máli þótt það væru 3 vs 4 því þessi völlur bíður upp á mjög jafna bardaga þó það sé liðsmunur.VI
Það sem er mjög mikið ánægju efni er að þeir eru komnir með nýja og betri merkjara ( Tippman ofc ). Völlurinn er byggður í ferhyrning þannig maður ferðast inn í húsunum(sem endar of í mjög close range) og það er autt svæði í miðjunni.
Ég verð aö segja að með aðeins minni velli og fullt af gluggum á húsunum ásamt öflugri merkjurum þá verður mjög gaman að spila þarna.
Þetta verðut hálf gerður speedball leikur en samt þarf maður alltaf að passa bakið því það er frekar auðvalt að læðast fyrir aftan mann ef maður lítur ekki aftur fyrir sig.

Þetta var bara frábær upplifun og mæli með að allir fara og prófi.
Startgjaldið er 3900 og aukakúlur kosta 1300 kr hvert hylki.