Þegar LBFR gaf út verðlistann sinn þá fór ég að athuga þetta.
Það kostaði aðeins minna fyrir mig að kaupa sjálfur eina byssu (Model98) en að panta hana í gegnum LBFR (Ég veit að þeir eru hættir við pöntunina). LBFR gekk ansi illa að fá fólk til þess að borga félagsgjöld til að geta fest sér leiguhúsnæði. Því var greinilegt að félagsgjöldin færu ekki í neitt annað en húsaleigu. Kannski gengur betur hjá þeim núna en hvað gerist ef þeir hafa ekki efni á húsaleigu fyrir allt næsta ár? Hvað verður um byssurnar sem eru á nafni félagsins.
En auðvita má ég ekki kaupa mér byssu sem einstaklingur.
þá er bara að eyða fimmþúsundkallinum í það að stofna lítið litboltafélag. Sleppa húsaleigunni og eyða frekar peningunum í vallargerð. Svo kemst maður næstum hvenær sem er í byssuna ef hún er geymd hjá vini mans.
Það sem þarf til þess að stofna félag:
Fimmþúsundkall í stofngjald
Fimm félaga
Reglur
Stofnfund (heima í stofu)
Viðurkennda geymslu.
Auðvitað verður að vinna saman með hinum félögunum. T.d. gætu félög tekið sig saman og byggt völl sem væri líklega opinn öllum en félagsmenn hefðu kannski forgang.
P.S. Hvernig gengur að fá fólk til þess að borga núna eftir að félagsmenn fá afslátt?