Jæja, ég og Verbatinn erum með í bígerð nýtt litboltafélag, einhver hjá sýslumanninun á Selfossi er að athuga með leyfismál og þannig og við erum farnir að undirbúa völl og höfum hugsanlega líka svæði fyrir re-ball innanhúss að sjálfsögðu. Vonandi getum við notað reynsluna við þetta allt saman til að smella í eina kennslu grein hérna á /litbolti í því hvernig á að stofna litbolta félag.

….Eeen við vitum ekki alveg hvaða merkjara við ættum að byrja á. Flestir sem að eru með okkur í þessu hafa nákvæmlega enga skoðun á því þannig það er svolítið undir okkur og budgetinu komið hvaða merkjara við veljum, höfðum hugsað okkur að fá þá alla eins í byrjun og svo getur fólk myndað sér skoðun á því hvað það vill gera.

Svo að ég komist nú að spurningunni:

Með hverju mælið þið?
semi-auto og ekki allt of dýrt.

Erum búinir að vera skoða Tippmann Custom 98, 32° Icon X og Kingman Spyder TL-R svo eitthvað sé nefnt. s.s stefnum á að þetta nái helst ekki yfir 30 þús með öllu.

fyrirgefið romsuna, en vonandi hafiði svör á reiðu handa mér ;)

Fyrir fram þökk, Baldur Má
Æi, bara þetta venjulega, nafn og dagur