Sælir drengir.

Ég var að renna yfir korkinn rétt í þessu eftir talsverða fjarveru frá þessu áhugamáli. Ég rakst á korkinn um reball æfingar innanhúss.
Það var aðili að skoða að kaupa völlinn af mér og við búnir að semja um verð og alles en þá skemmdist síminn minn og númerið hans með (kaldhæðni örlagana) og hann ekkert látið heyra í sér aftur.

Meðan staðan er svona er ég fullkomnlega sáttur að lána völlinn til að koma þessu af stað.

Ég treysti Grétari, Val, Sveinbirni og nokkrum í viðbót fullkomnlega fyrir vellinum og ef að þeir treysta sér í að bera ábyrgð á honum er ég game.

Hlakka til að fá símtalið.
;)

Kveðja,
Xavie