Jahá þannig fór það…

Á fyrri fundinum ætluðu allir að mæta með 25.000 kall og samþykktu allir að mæta eftir 2 vikur með peninginn, svo breyttist þetta í 15. des og ég og félagi minn mættum þá, þá biðu Grétar, echo og félagi hans fyrir utan súfistann og sögðu að þetta hefði færst yfir á Café Aroma rétt hjá, við fórum þangað og biðum 5 manns og spjölluðum í klukkutíma eða svo (sem var reyndar alls ekkert slæmt, mjög gaman bara) en enginn kom þrátt fyrir að Grétar hefði sett miða í gluggann á Súfistanum.

Ég spyr bara, langar ykkur að gera þetta eða ekki? Ég get alveg skilið að þið séuð kannski peningalausir vegna jólanna, en þá bara láta vita af því hérna svo það sé hægt að plana aðra dagsetningu…

Koma svo strákar, sýnum smá lit og reynum að láta þetta Reball dæmi verða að veruleika, veit ekki með ykkur en ég er helvíti spenntur fyrir þessu, svo mæli ég með því að ef það vantar loft og ykkur langar í paintball að fara niður í straum, láta þá fylla á kútana hjá ykkur og skella ykkur síðan uppí húsið og spila í klukkutíma eða svo, ég og félagi minn vorum einmitt að gera það rétt áðan og skemmtum okkur konunglega :P

En já þurfum að vera samstíga svo það sé hægt að gera eitthvað svona stórt.

Bætt við 16. desember 2006 - 17:03
ein spurning líka, félagsgjöldin voru hækkuð permanently í 7500 kr. right? er þá ekki tími kominn til að borga það? eða verður það gert á næsta fundi, þá með þessum 25000 kalli?
<img src="