T3 er fínn merkjari. Fyrsti merkjarinn sem að ég eignaðist var Inferno Terminator T3 og hann er mjög fínn til að byrja með.
Þegar verið er að velja fyrsta merkjarann þá er gott að hafa í huga að merkjarinn á að vera einfaldur og auðveldur í notkun. Viðhald á að vera auðvelt og hann á að vera bilanalitill. Merkjarinn þarf líka að vera það góður að maður hafi gaman af því að spila. Á www.paintballstar.com er fjallað um T3 og fær hún mjög góða dóma. Jafnvel er talað um að standard hlaupið sem fylgir með henni sé mjög gott.
Hvað varðar grímur þá er um að gera að kaupa eins góða grímu og menn hafa efni á. Gríman skiptir mikið meira máli en merkjarinn til að byrja með.
Ég þekki ekki SKUL grímurnar en ég á sjálfur Scott og VForce sem ég er mjög ánægður með. Ég var í dag að testa nýju JT grímuna og hún er snilld (ég bjóst samt við að hún væri úr mjúku gúmmí).
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Kveðja,
Xavie