Ok, nú var þetta borgað í byrjun ágúst, 3 mánuðir síðan, svo var vesen með hopperana, allt í lagi skil það svosem, ekkert mál með það, svo reddaðist það allt saman og okkur var sagt að pöntunin færi þá af stað, það var fyrir frekar löngu síðan minnir mig og ég kominn í gott skap.

Nú er ekkert búið að fréttast af þessu í langan tíma og við skiljanlega orðnir óþolinmóðir, ég eyddi allaveganna ca. 90.000 kalli í þetta, peningur sem hefði vel getað farið í eitthvað annað hefði ég vitað af þessum svakalegu töfum, hafði ætlað mér að spila þetta stíft fram að jólum en nú er orðið skítkalt og snjórinn farinn að láta sjá sig og geri ekki ráð fyrir að spila neitt þartil næsta vor.

Ég er búinn að heyra allskonar útskýringar, fast í tollinum og annað, en ekkert frá þeim sem komu neitt nálægt þessu, þannig hvernig væri að kíkja nú við einu sinni á þetta blessaða áhugamál, búa til einn kork, og láta fólk vita hvar draslið er staðsett, á að vera hægt að sjá nákvæmlega hvar þetta er ef þetta var sent með FedEx (sem ég geri ráð fyrir, ef ekki þá veit ég ekki meir um það), því ég vil helst fá svör við þessu. Takk

Bætt við 8. nóvember 2006 - 10:31
Ég veit að það er örugglega böggandi að sjá alltaf milljón korka um þessa pöntun en ég hætti ekki að spurja fyrren ég fæ svör, ívar er ekki búinn að koma á huga í 2-3 vikur og ég vil fá svör frá honum um þetta
<img src="