Sælir, núna er ég búinn að lesa FAQ-inn og fá svona basic upplýsingar. En nú er mál með vexti að ég og mínir 6-7 félagar ætlum að byrja að stunda þetta eftir að hafa náð glæstum árangri á menntaskólamótinu, þannig að ég var að spá hvort það væri einhver hérna sem gæti svarað the following?

1. Hvaða merkjara mæliði með?
2. Hvar nálgast ég þennan merkjara?
3. Get ég keypt hann online og farið svo með hann í félagið sem ég er í, eða þarf ég að kaupa þetta í gegnum þá?
4. Hvar er hægt að spila reglulega, og hvað kostar það?
5. Hvaða búnaður er algjör nauðsyn, veit að það þarf byssu, hopper, kút og grímu, hvað er það fleira?

Bæti örugglega við einhverjum spurningum seinna, en þetta er það sem mér datt í hug núna.

Fyrirfram þakkir :)
Sniðgöngum Smáís!