Jæja þá er ég með smá reynslusögu sem tengist reglugerðinni.

<font color=“green”><i>Gildissvið
1. gr.
Reglur þessar gilda um kolsýru-, loft- og fjaðurbyssur sem ætlaðar eru til notkunar í litboltaleik. Skilyrði þess að ofangreindar merkibyssur, falli undir reglurnar en ekki ákvæði vopnalaga um loftbyssur, er að þær séu eingöngu hannaðar til að skjóta litboltum sem eru a.m.k. 16 mm í þvermál.
</i></font>
Þetta er einmitt það sem merkjarinn minn flokkast undir.

<font color=“green”><i>2. gr.
Kúlur í merkibyssur, sem samanstanda af gelatínhúð o.fl. og innihalda litarefni, eru ekki háðar ákvæðum vopnalaga. <u>Reglur vopnalaga taka ekki til hleðslukúta og -hylkja sem framleidd eru sérstaklega fyrir litmerkibyssur.</u></font></i>
Þetta er einmitt það sem ég lendi í vandræðum með í dag, merkjarinn minn notasts við 12gr co2 hylki, samskonar og notast í loftbyssur. En mér var neitað um þessi hylki vegna þess að ég var ekki með skotvopnaleyfi.

Þá kemur fram spurning:
Þarf ég skotvopnaleyfi til að kaupa 12gr gashylki en er hinsvegar frjálst að versla 20oz gaskút?

Þannig að ég skora á forsvarsmenn litboltafélaga á Íslandi að þetta mál verði skoðað.
<br><br>:: blindur
:: BNS / blindbylur
:: http://blindur.multiplayer.org
::