Sæl öll<br><br>Enn hafa mjög fáir greitt félagsgjaldið og er það miður.<br><br>Við sem erum að vinna að þessu á hverjum degi fórum út í þetta vegna þess að við fundum fyrir svo miklum áhuga hjá svo mörgum.<br><br>Síðan við fórum af stað í febrúar hefur umræðan verið mikil og margar hugmyndir komið upp um svo margt sem menn vilja gera.<br><br>Nú er komið að því að standa við stóru orðin og taka þátt í félaginu með okkur. Félagið þarf að verða að minnsta kosti 100 manna félag svo það sé hægt að gera eitthvað.<br><br>Sumir hafa spurt hvað þeir fái út úr því að gerast félagar. En það er spurningin um hænuna eða eggið. Félagið getur lítið gert fyrir félagsmenn, nema félagsmenn verði nógu margir.<br><br>En samt :<br><br>Félagsmenn fá 10% afslátt í Arma Supra og 15% ef keypt er fyrir meira en 10 þúsund.<br><br>Viðræður eru í gangi við Litbolta ehf um afslátt á völlinn í Kópavogi og í framtíðinni að félagið geti leigt völlinn í heilu lagi og þá megi menn koma með eigin byssur og eigin kúlur.<br><br>Svo drífið ykkur af stað. Farið í bankann með greiðsluseðilinn eða opnið heimabankann og millifærið. Án þátttöku ykkar gerist fátt.<br><br>kv.<br>Guðmann Bragi<br>formaður LBFR