Ég heyrði nýlega um sport sem er kallað airsoft. Hefur einhver hér prufað þannig? Þetta er ekki ólíkt litbolta nema þar sem kúlurnar springa ekki er “honor system” í gangi hvað viðkemur kills.

Það sem mér finnst sérstaklega spennandi er að byssurnar eru flestar “replicas” eða eftirlíkingar af alvöru skotvopnum. Þær ku líka vera langdrægari og nákvæmari en paintball byssur. Eftir því sem ég kemst næst er 6 mm BB kúlum úr plasti skotið oftast með rafmagni eða annars þrýstilofti og einnig eru víst til handvirkar byssur.