Sælir,

ég er frekar nýr í þessum paintball heimi hér á Íslandi en er að velta fyrir mér hver ástæðan er fyrir því að Paintball kúlur kosta 1.500kr meira í Rvk heldur en í Hornafirði?

Sérstaklega þar sem að ég held að þessir á Hornafirði eru örugglega að græða á kössunum á meðan Litboltafélagið í Rvk segir að þetta sé það verð sem þeir fá kúlurnar á.

Ekki finnst mér þetta nú gott fyrir sportið sjálft og ekki væri vitlaust að þetta væri kannað af einhverjum en annars gerir þetta ekki annað en að kljúfa félagið. Menn eiga bara að geta viðurkennt þá að þeir eru að leggja á kúlurnar en ekki stunda þessa lygastarfsemi.

Að lokum vil ég líka spyrja stjórnendur Huga hversvegna þeir stunda það að eyða póstunum þar sem að þessar kúlur eru boðnar á 5500kr en hafa þess í stað auglýsingu fyrir þá sem eru að selja þær á 7000…

Kv,
Einn Pirraður!
Joi Guðni