Finnst ekki ÖLLUM skattar of háir?
Finnst ekki ÖLLUM opinber gjöld of há?
Ég held það hreinlega.
Þau gjöld sem leggjast á litboltabúnað eru ekki meiri en leggjast á aðra vöru frá löndum utan Evrópu (upprunalandið sem gildir)
10% tollur
7,5-10% vörugjald
24,5% virðisaukaskattur
Þetta reiknast af CIF verði sem er varan kominn til landsins og flutningskostnaði bætt við.
Vara kostar 8.000 og flutningur 2.000 þá leggst tollur, vörugjald og virðisaukaskattur á 10.000 kallinn allan.

Þetta er svona með nánast alla vöru sem flutt er inn frá löndum utan Evrópu (enda erum við með samning við Evrópulönd um niðurfellingu tolla (GATT)).

Vona að þetta hjálpi einhverjum sem eru að pæla í því að versla sér merkjara.

Kveðja,
Xavie