Ég hef verið að skoða úrval merkjara á vefnum og fæ ekki betur séð en Tippman byssurnar séu nokkuð góðar. (sjá heimasíðu þeirra).

Bæði virðast byssurnar nokkuð hógværar, en myndarlegar í útliti, og eru að sögn ákaflega áreiðanlegar, þarfnast lítils viðhalds og þola hnjask ágætlega auk þess sem mjög auðvelt er að bæta þær og breyta (sérstaklega Tippman ´98 Custom -byssuna).

Er einhver sem þekkir til þessarra byssa og hvernig þær hafa reynst?

Er þá einhver sem þekkir til hvernig “Flatline” framlengingin (framlengt byssuskaft) er að plumma sig. Þetta á víst að vera eitthvert kraftaverkaskaft sem gefur kúlunni 150 auka fet í loftinu. Einhver sem þekkir þetta af egin raun?

Ef ekki, þá verð ég bara að skella mér á eintak og sjá hvað setur.

///Geiri