Ég held að það væri fátt betra hægt að gera fyrir litbolta á Íslandi en að hafa góðan Sup'Air'Ball völl til að nota.

Þetta er ekki nema um 3 kassar af kúlum sem það kostar á mann miðað við 25 þúsund á mann

Þeir sem kaupa svona völl saman þurfa líka að passa upp á að hann sé notaður rétt svo hann skemmist ekki. Það þarf gott gras eða fína möl undir belgina.

Best væri að það litboltafélögin sameinuðust í eitt félag, eða að LBFR gengi inn í LiBS eða eitthvað, það eru um 30 manns sem eru að spila svo einhverju nemur og það verður ekki öflugt félag nema menn sameinist um eitt markmið.

Góð staðsetning fyrir völl (Húsið) og loftbelgjavöllur er slíkt markmið. Ef 30 manns eru tilbúin að borga 15 þúsund, er völlurinn svo gott sem kominn, það eru 2 kassar af kúlum….

Ég er orðinn frekar þreyttur á að reka LBFR, sérstaklega þegar engar undirtektir fást til að gera nokkurn hlut, það var mikið talað 2001 og 2002, en hrikalega fáir mættu á fundi eða sýndu áhuga á að gera eitthvað.

Mitt mat er það að það þurfi að sameina LiBS og LBFR til að þessir fáu sem eru að gera eitthvað, geri það þá saman undir einu nafni. Ef það virkar betur að gera það undir nafni LiBS er mér 100% sama, ég vil bara að eitthvað gerist.

En það gerist ekkert fyrr en nokkuð stór hópur manna er tilbúinn til að taka upp veskið og borga fyrir það. Þannig er það bara. Ef litboltafélag á að verða nógu öflugt til að gera eitthvað, þá þarf það félag að fá pening til þess. Og það kemur enginn með þann pening nema félagsmennirnir sjálfir.

kv,
DaXes