Nú hafa verið miklar umræður um þúsundkalla í tenglum við LBFR og eru flestir óánægðir með að þurfa að eyða auka 1000-3000kr. Þegar að maður les þannig pósta þá fer maður að vellta því fyrir sér hvernig merkjara þetta fólk ætlar að fá sér. Miðað við umræður hérna mætti búast við því að stór hluti tímir ekki(eða hefur ekki efna á) að eyða pening til að fá sér merkjara, ætlið þið allir að fá ykkur stingray II eða hvað? Mér þætti gaman að heyra hvað þið eruð að pæla að fá ykkur og hvað þið teljið að það munni koma til með að kosta. <br><br>Sjálfur er ég að íhuga ódýrra kosti þar sem merkajarinn á helst að vera undir 200$ úr búð. <br><br>Ef þið eruð að pæla í dýrari kosti hvað eruð þið þá að röfla um smá upphæðir eins og 3000kr?<br><br>En til að endurtaka spurninguna, hvaða merkjara ætlið þið að kaupa?