…maður er skotinn á fyrsu mínútum leiks. Ég var að lesa grein eftir oliah (Hvað kostar) þar sem sagði að innifalið í kr. 2900 væri 3 klukkutímar af skemmtun, leiga á byssu, loftáfylling, leiga á galla, grímu og að maður fengi kúlur. Ég var að spá í hvað maður gerir ef maður er skotinn á fyrstu mínútum leiksins, er maður bara úr eða þarf maður að bíða einhvern ákveðinn tíma og fara síðan inná aftur eða hvað. Mér finnst fullmikið að borga 2900 og ná svo ekki einu einasta skoti. Hvernig er þessu háttað, fær maður alla 3 tímana eða bara þangað til maður er skotinn eða fánarnir komnir “heim”?