ATH!!! Þessi póstur er tekinn af Vísi.is og er birtur óbreyttur þaðan. Þar sem spurningar hafa vaknað um hvort endurskoðun á leyfi fyrir aðra íþróttina hefur áhrif á hina, leyfi ég mér að birta þessa grein hérna.<br>—————————————————-<br>Vísir, Mið. 2. ágú. 12:09<br>Leyfisveitingar endurskoðaðar<br>Eldvarnareftirlitið mun líklega endurskoða leyfisveitingar fyrir leikjasali eins og þann sem staðsettur er í Faxafeni í Reykjavík í kjölfar elds sem kom þar upp í gær. <br><br>Mikill eldur kom upp í húsnæðinu og mjög erfitt að komast að til að slökkva hann, vegna þess hvernig það er skipulagt, en leikurinn gengur út á að skjóta mótherjann með geislabyssu og er það byggt upp eins og völundarhús til að auka spennuna. <br><br>Í samtali við fréttastofu Bylgjunnar sagðist forstöðumaður Eldvarnareftirlitsins telja líklegt að leyfisveitingar til leikjasala eins og Laser Tag salarins í Faxafeni verði nú endurskoðaðar í ljósi nýorðinna atburða.<br>—————————————————-<br>Athugasemdir Xaviers:<br>Ekkert minnst á litbolta. Það er Eldvarnareftirlitið sem ætlar að endurskoða leyfið fyrir húsnæðinu. Þeir þurfa eflaust að bæta við neyðarútgöngum til að halda leyfi fyrir starfseminni. Það er ekkert rætt um að banna Lasertag, bara endurskoða leyfi fyrir húsnæðinu.