Ég er forvitin, ég fór í kópavoginn um helgina og spilaði þar geggjaða leiki. Og vil ég nota tækifærið og óska aðstandendum til hamingju með mjög skemmtilega velli. Jafnframt eiga þeir hrós skilið fyrir hvað þeir voru strangir á grímunum en ég hef þó tvær spurningar. Þegar menn eru úr leik, hélt ég að maður ætti að taka af sér bandið en það var ekki gert þarna, maður bara rétti upp byssuna og gekk útaf.<br>Svo er það annað, það voru engnir hlauptappar á svæðinu, er það ekki venja svona yfirleitt, þ.e. að setja tappa í hlaupið um leið og maður hættir leik ?<br><br>kv.<br>SARiO