Nú stunda ég og spjalla stundum á #paintball.is og hef verið að ræða við nokkuð marga ónefnda aðila í “private messages”

Svo fórum við núna í kvöld / 8,9,03 að tala um merkjara til sölu, verð og ólöglega merkjara.


Uppúr þessari umræðu komst ég að því að segjum að ég versli mér eitt stykki flottan….Angel (ath. þetta er DÆMI) og ég hugsa með mér hmm…hún er víst ólöglega..jæja best að gera réttan hlut og láta skrá hana.. fer niður í litbolta félag og fæ þá bara það framan í mig að þeir get ekki skráð hana og verði að taka hana af mér.

Finnst engum öðrum það heimskulegt að menn sem vilja skrá sínar ólöglegu byssur megi ekki einfaldlega skrá þær? Meina, ef ÉG væri að stjórna svona félagi sem er á “gráu svæði” varðandi lögin og svona myndi ég ekki kvarta ef ég gæti nú komið sem flestum merkjurum á skrá til að sýna að allt sé í góðu.

Svo er það álagningin, og sú staðreynd að allur innflutningur af paintball vörum fara í gegnum litboltafélögin….

Verð nú að segja að þegar maður sér þessa fínu, flottu merkjara fra á sama sem ekkert á www.ebay.com (rosalega stór “uppboðs” síða á netinu) og síðan horfa uppá menn leggja alveg öfgaverð á t.d 2ggja ára gömlum byssum…fáránlegt finnst mér, og veit að margir eru sammála því.


Svona í lokin vil ég bara biðja fólk sem er í stjórn í litboltafélgunum að svara þessum spurningum:

Afhverju megið þið BARA flytja inn paintball vörur (þá tala ég um allt frá búning uppí litboltana)

og afhverju má ekki (ath. ekki víst bara heyrði þetta) skrá ólöglegan merkjara sem maður festir kaup á?


Og hvað finnst öðrum um þessa “einokun” ef þannig mætti orða það.


Jonni / ZyruZ kveður í góðum huga.