Hérna endursendi ég einn af fyrri póstum mínum og vil gjarnan einhver viðbrögð:<br>Mér finnst eðlilegt að byssurnar séu “seldar” leigendum á einhverjar krónur. Bara svona til þess að það sé formleg sala. Mér finnst fáránlegt að það gjald fari yfir 1000 kallinn. Svona þar sem maður er nú einu sinni búinn að borga byssuna.<br>Hinsvegar finnst mér þetta góð hugmynd hjá Wyrminarrd um geymslugjald (lesist leiga eða hvað annað til þess að það sé löglegt). Þar sem aðal kostnaður félagsins er vopnageymsla. Þá yrði ársgjald lækkað í svona 1000 kall en geymslugjald yrði , segjum 5000 kr fyrir hverja byssu.<br>Mér finnst það allavega sanngjarnara rukka fyrir hverja geymda byssu heldur en að setja ofan á innfluttar byssur og svo að selja þær eigendum sínum á nokkra þúsundkalla.<br>Ég veit það allavega að margir forsvarsmenn paintball á Íslandi eiga byssu fyrir.<br>Kannski er þetta ósanngjarnt gagnvart þeim sem eiga margar byssur en þó verður að viðurkenna að félagið er þá að geyma fleiri byssur fyrir þá. Það mætti kannski setja þak á geymslugjald.<br><br>Hvernig er það með svona breytingartillögur. Þarf að bíða eftir aðalfundi. Eða gæti stjórnin sett eitthvað svona unndir (tölvu)póstkosningu?<br><br>Hvernig ætla önnur félög að hafa þetta?