Er ekki kominn tími til að athuga hvað hægt er að kaupa byssur á? Það gleymdist í rauninni á fundinum að stofna innkaupanefnd. Það sem þyrfti að gra er:<br>1. Athuga hversu margir eru að hugsa um að kaupa sér byssu.<br>2. Athuga hversu margir ÆTLA að kaupa sér byssu.<br>3. Athuga hvort önnur félög vilji vera með í pakkanum.<br>4. Finna góðan söluaðila sem er tilbúinn að veita góðan magnafslátt.<br>5. Koma upplýsingum til félaga.<br>Hann sem var með paintballbúðina ætti að geta hjálpað en þó verð ég að játa að mér þótti verðin vera hærri en ég vildi, en þar var auðvitað örugglega einhver álagning sem félagið verður ekki með. Mér sýnist reyndar á öllu að þetta sé of dýrt sport til þess að það verði vinsælt. Ég sé t.d. ekki fyrir mér að margir geti eytt 5000 kalli í 3ja tíma byssuleik oftar en einu sinni í mánuði. Ég er ekki einu sinni viss um að ég hafi efni á að bæta 5000 kalli við mánaðar reikninnginn minn. Allavega ekki bara fyrir 3 tíma.<br>Kveðja,<br> Ingólfur Harri