Litboltafélag Reykjavíkur hefur nú verið stofnað.<br><br>Félagið verður vettvangur fyrir áhugamenn um litbolta og markmið starfssemi þess að halda úti aðstöðu fyrir félagsmenn svo þeir geti stundað þessa íþrótt með sem lægstum tilkostnaði.<br><br>Félagið mun leggja sig fram um að starfa í góðu sambandi við yfirvöld og í samræmi við nýsetta reglugerð.<br><br>Félagið mun flytja inn litmerkibyssur þegar öll tilskilin leyfi hafa fengist og lána félögum sínum. Félagar munu geta ráðið hvers konar litmerkibyssu þeir vilja að félagið kaupi og láni þeim. Félagar munu leggja félaginu til samsvarandi upphæð til að standa undir innkaupum. Markmiðið er að safna upp í 100 stk pöntun og kaupa inn eina stóra sendingu fyrir félagið.<br><br>Félagið þarf húsnæði sem uppfyllir kröfur lögreglu um öryggis og fleira. Til þess þarf félagið fjármagn. Því hefur árgjald verið ákveðið 5000 krónur.<br><br>Félagið þarf leikvöll sem uppfyllir kröfur sveitarstjórnar og lögreglu. Í upphafi að minnsta kosti er ekki gert ráð fyrir því að félagið haldi úti starfskrafti eða selji inn á völlinn.<br><br>Hafi menn einhverjar fleiri spurningar, ekki sitja á ykkur með að pósta þær hér.<br><br>kv.<br>DaXes