VERÐ Á KÚLUM HÆKKAR Sælir,

Þetta eru ekki gleðifréttir fyrir spilara. Verð á kúlum hækkar frá og með deginum í dag úr 7.000 krónum í 8.000 krónur.

Ástæða þessa er sú að tollayfirvöld sáu sér leik á borði og breyttu um tollflokk á litboltunum. Núna eru þeir flokkaðir sem skot, sama flokk og haglaskot og þess háttar. Þetta er þess valdandi að á kúlurnar leggst 7,5% tollur og 10% vörugjald sem ekki var áður, þetta þýðir 18,25% hækkun á innkaupsverði okkar fyrir utan VSK.

Við (Engill ehf og Litbolti ehf) neyðumst því til að hækka útsöluverð á kúlum um 14,3% eða um 1000 kall með VSK.

Reyndar er möguleiki að þessi hækkun gangi tilbaka því þennan úrskurð höfum við kært til yfirtollanefndar og væntum þess að fá úrskurð frá þeim bráðlega (vonandi).

Því miður verðum við að gera þetta með þessu móti.

Bestu kveðjur,

Xavie