Hey hó

Ég minni á mót á sunnudaginn 23 júni….það er núna ekki á morgun
heldur hinn.

Keppt verður í 5 manna liðum og er skráningarfrestur til kl 16 á morgun, laugardag.

Mótið byrjar kl. 10 á sunnudag, þátttökugjald er 1500 krónur á mann. Mætið endilega tímanlega.
Áhorfendur er mjög velkomnir.

Þeir sem ekki eru í liðum, notið korkinn á <www.hugi.is/litbolti> til að auglýsa eftir mönnum og raðið ykkur í lið.

Það þarf ekki að eiga eigin græjur, allt er fáanlegt leigt á staðnum fyrir aðeins þúsundkall.

Keppt verður eftir eins mörgum afreglum Millenum Masters, evrópsku
mótaraðarinnar, eins og hentar aðstæðum. Það þýðir að leikið er á tíma. Gefin verða stig fyrir hvern mann sem lið á eftir í lok leiks, hvern andstæðing sem merktur hefur verið út úr leik, nokkuð fleiri stig fyrir að ná fána og flest stig fyrir að koma fána í heimahöfn.

Það lið sem hefur flest stig í lokin er sigurvegari mótsins.

=================

Ég loka fyrir pantanir á mánudaginn. Það þarf ekki að panta heila merkjara eða stóra hluti…hanskar, squeegee, hlauptappar, olnbogar…ef ykkur vantar eitthvað, ekki hika við að hafa samband við mig.

Ég verð á mótinu ef einhverjar spurningar vakna og svo er einfalt að senda mér póst á paintball@simnet.is

bestu kveðjur
Guðmann Bragi