Merkjara á mót erlendis Ég talaði við Snorra Sigurjónsson hjá Ríkislögreglustjóra áðan og var að spyrja hann um framkvæmdina á því að fara með merkjara erlendis til að keppa á mótum og þess háttar. Hann svaraði því að það ætti ekki að vera mikið mál. Hann þyrfti að búa til einskonar leyfisbréf fyrir merkjarana og þá ætti það að ganga að flytja þá inn og útúr landi. Hann fer þó frammá það að hafa staðfestingu frá mótsstjórn að viðkomandi sé í raun að fara að keppa á móti á þeirra vegum.

Þetta er flott fyrir þá sem hafa áhuga á að reyna fyrir sér erlendis.

Nóg í bili…

Xavie