Húsnæðismál
===========
Í hádeginu í dag kom fulltrúi lögregluembættis Hafnarfjarðar og skoðaði húsið og geymsluna til að gefa álit á hvort húsnæðið væri ásættanlegt. Reyndist svo vera. Gefið var álit á hvers kyns þjófavarnarkerfi væri æskilegt að hafa og strax eftir heimsóknina var gengið í að kaupa þess háttar kerfi.

Nú verður gengið í að standsetja geymsluna, koma fyrir læstum skáp sem gerð var krafa um og setja þjófavarnarkerfið upp. Að því loknu mun lögreglan heimsækja okkur að nýju og gera lokaúttekt fyrir samþykki húsnæðisins.

Vonir standa því til að innan hálfs mánaðar verðum við komin með með full rekstrarleyfi að nýju.

Litbolti ehf. (Eyþór og völlurinn í Lundi) og Engill ehf. (Vilhelm og Sup'AirBall völlurinn) eiga heiður og þakkir skildar fyrir að hlaupa undir bagga með okkur og styrkja félagið um þá peninga sem félagið vantaði til kaupa á þjófavarnarkerfinu og var það þó nokkur upphæð.

Takk fyrir……takk…….


Innflutningur á merkjurum
=========================
En nú að því sem máli skiptir….nú getum við byrjað að undirbúa næstu pöntun á merkjurum.

Nú strax eru komnar óskir um pantanir frá www.paintball-online.com þannig að það liggur beinast við að safna saman í pöntun svo flutningskostnaður verði sem minnstur á hvern.

Kíkið yfir síðuna…búið til “shopping basket” yfir það sem hugann girnist. Reiknið með 100 krónum í dollar, bætið 6000 krónum við í flutningskostnað. Margfaldið þá tölu með 1,2 fyrir tolla og svo aftur með 1,245 fyrir VSK.
Þá er komið lokaverð, greiða þarf fyrirfram eins og alltaf.

Þegar þið eruð búin að ákveða hvað þið viljið, sendið mér afrit af
“körfunni” svo ég hafi vörunúmerin. Sendið á paintball@simnet.is í síðasta lagi um næstu helgi. Þá er líklegt að pöntun verði tilbúin á sama tíma og húsnæðið og öll leyfi eru klár. Sendingartími frá paintball-online er um 4 - 5 vikur eftir að við höfum greitt þeim fyrir pöntunina.

Við munum einnig panta Inferno merkjara innan skamms, en ég mun birta verðlista innan skamms. Sendingartími þaðan er styttri, enda eru þeir í Englandi.

kv,
Guðmann Bragi