Það eru til ansi margar gerðir af kúlum…aðalmunurinn á æfingakúlum og venjulegum er nákvæmni í framleiðslu. Fyrstu 1 - 2 milljón kúlurnar sem koma úr vélunum í hverri framleiðslulotu eru ónákvæmar, ekki alveg kúlulaga og það getur verið stærðarmunur á þeim því það er verið að stilla vélarnar á þessum tíma framleiðsluferilsins. Þetta gerist hjá öllum gerðum að kúlum, en þetta magn er ekki selt af dýrari kúlunum, því framleiðendur vilja ekki láta slíkar kúlur með lítil gæði frá sér.

Síðan eru til ansi margar gerðir af kúlum.

Ódýrastar eru kúlur með þykkri skel og þunnfljótandi innihaldi í daufum litum. Þykk skelin þýðir að kúlan þolir að vera skotið úr venjulegum blow-back merkjara sem notar um 700 - 1000 punda þrýsting. Þetta eru allir þessir venjulegu…Spyder, Tippmann, Inferno og svo framvegis. Þunnt innihald með daufum litum gerir það auðvelt að þurrka það af sér, gott fyrir venjulega leikdaga og leiguvelli. Stærðin er síðan ekki alveg 100% sú sama á öllum kúlum, en vel innan eðlilegra marka. Þessar kúlur eru líka frekar stórar. Dæmi um þessar kúlur er Diablo Midnight, RPS Euroflite

Svo koma kúlur með þykkri skel og slímugra innihaldi með skærum litum, þetta eru keppniskúlur fyrir þessar venjulegu merkjara. Stærðin er með góðri nákvæmni og þessar kúlur eru örlítið minni en þær ódýrustu. Slímugt innihaldið er erfiðara að þurrka af sér og skærir litirnir tryggja að það sést líka vel. Dæmi : Diablo Blaze og RPS Marballizer

Dýrastar eru kúlur með þunnri skel, slímugu innihaldi og skærum litum. Þetta eru keppniskúlur fyrir dýru lágþrýstu merkjarana sem nota þýstiloft á 180 til 300 punda þrýsting, Shocker, Angel, Evolution Autococker og slíka. Þunn skelin myndi springa í hlaupinu á venjulegum merkjara, en hún springur líka á öllu sem kúlan hittir. Skærir litir tryggja að innihaldið sjáist og slímið í því gerir það erfitt að þurrka það af. Dæmi um þessar kúlur er Diablo Inferno.

kv,
DaXes