Innanhúsæfingar í vetur - ÓDÝRARA :) Jæja, nú hafa Grétar (formaður LBFH) og eflaust fleiri verið að vinna í því að skoða möguleika á innanhúsæfingum fyrir veturinn. Nú er kominn mjög góður samningur við Sporthúsið, en það er 150.000 kr fyrir 10 æfingar þeas. á hverjum Laugardegi, sem er þá tveggja og hálfs mánaðar tímabil. Hver æfing verður tveir og hálfur tími og inni í þessu verði er klefaaðstaðan hjá Sporthúsinu, heitir pottar og gufubað. Æfingarnar verða frá 15:40 til 18:10 :)

Ef þið hafið áhuga á þessu þá getið þið bara sent Grétari e-mail á veffangið gretar_black <hjá> hotmail.com.

Þið sem eigið ekki paintball merkjara en langar að byrja að æfa, endilega byrjið að skoða búnað á netinu, hafið svo samband við LBFH þegar þið eruð tilbúnir að panta!

Öll umræða fer fram á spjallsvæðinu okkar á www.LBFH.is