Ég var að spila á laugardaginn á nýja vellinum í Saltvík. Ég á tilmeð að segja ykkur hvernig mér fannst vellirnir þar.

Völlur 1.

Völlur 1 er frábær völlur. Gríðarlega erfiður og þarf mikla tækni til að vinna á þeim velli. Hann er staðsettur í nokkurskonar mýri með mikið af þúfum. Það er virkilega erfitt að sækja hratt á honum. Bunkerarnmir eru mjög lágir, þeir eru einsog grindverk með frekar litlu bili á milli spítnana. Það gerir það að verkum að þú sérð hvar allir eru á vellinum. Völlurinn er mjög breiður og erfitt að kovera hann allann. Þar sem þú sérð hvar allir eru og hversu erfitt er að sækja hratt þá er þetta frábær völlur og verður mikil heppni og taktík að fylgja tila ð sigur vinnist á þessum velli.
Einkunn 8

Völlur 2.

Völlur 2 er dekkjavöllur. Það er búið að stafla haug af dekkjum útum allt og er spilað á grasi. Við sitthvorn endan á vellinum eru tvö stór sýló sem lyggja á hliðinni. Þetta er fínn völlur, mikið mjórri en völlur 1 og mikið lengri líka. Það er auðvelt að sækja hratt á þessum velli og maður verður að passi sig vel á því að verða ekki skotinn frá hliðunum.
Einkunn 7

Völlur 3.

Þessi er algjör snilld. Það er eitt hús á þessum velli (ca 20 m2) á 2 hæðum. Það eru gluggar á tveimur hliðum hússins og annað liðið er sett inní húsið og má ekki fara útúr því. Á húsið er festur fáni sem hitt liðið á að ná. Þetta er ekkert smá erfitt. Það er fullt af bunkerum fyrir utan húsið og allt þannig en við vorum um 50 að spila á laugardaginn, þannig að með 25 manns inní húsinu að skjóta út um 6 glugga, það er erfitt að sækja. Þetta er völlur sem krefst mikið af skotfærum. Það er ekkert um annað að ræða en að skjóta stanslaust á húsið þegar maður er að sækja í þeirri von um að hitt einhvern þarna inni.
Einkunn 9

Völlur 4.

Húsin og turninn. Ég verð að segja það að ég átti von á meiru af þessum velli. Innandyra er alltof dimmt, það vantar miklu meiri lýsingu þarna inn. Eyþór sagði að það stæði til bóta og þeir myndu gera endurbætur á vellinum hægt og rólega. Við vorum að spila “capture the flag”. Það var alltof einfalt að “campa” á þessum velli. Þetta endaði líka þannig að það gáfust allir uppá því að vera inni í húsunum. Ég var ekki allveg nægilega sáttur við þennan völl. Hann býður þó uppá mjög mikið af skemmtilegum möguleikum. Það er fullt af undirgöngum og skúmaskotum. Mikið hægt að snipera og þess háttar. Með meiri birtu inni og aðeins fleirri bunkerum á milli húsana getur þetta orðið snilldarvöllur. Hann stóðst þó ekki væntingarnar mínar.
Einkunn 7.

Á heildina litið var þetta mjög skemmtilegur dagur, það vantaði ekki. Ef að ég á að koma með eina tillögu áður en þið farið að spila næst þá er þetta hún: Farið uppí SS Stál og kaupið ykkur grímu. Þið eigið ekki eftir að sjá eftir því. Grímurnar sem Eyþór er að bjóða uppá verða alltof fljótt fullar af móðu.

Þar til næst… Xavie