Niðurstaða Fundar LBFH Hér er niðurstaða fundarins sem haldinn var.

1. Hvar stöndum við? (loft, pantanir, kúlur,
völlur. o.s.frv.)

Svar: Undanfarið hefur ekki verið getað gert mikið
vegna skorti á mannafli, stjórnun og sjálfboðaliðum.
* Loft höfum við fengið frá köfunarfélögum
* Grétar hefur séð um pantanir, en vegna yfirvinnu og skóla
hefur ekki getað komist í það.
* Völlinn í HFJ þarf að gera upp og byrgi þarf að byggja.
* Kúlur höfum við keypt frá þriðju aðilum og fer verðið
eftir þeirra verðlagningu. ~5.500kr vanalega.

2. Nefndir:
Eftirfarandi aðilar eru skipaðir í nefndir sem hér verða taldar upp.
* Formaður - Grétar Bragi
* Gjaldkeri - Þorgeir Gísli (ég)
* Vallarnefnd - Heimir (form.), Valur og Jón Óli
* Skipulagsnefnd - Jón Óli (form.), Þorgeir Gísli
* Margmiðlunarnefnd - Gunni og Sunneva95
* Upplýsinga fulltrúi - Kalli (Charley)

3. Smíði á snapboxum -
Tala þarf við seglagerðina Ægir og Tal í sambandi við smíði á snapboxunum. (afhverju Tal?… Því tal tjöldin eru ódýr og hægt að nota fiber stangirnar úr þeim til að útbúa snapbox)

4. Útbúa félagsskírteini fyrir nefndarmeðlimi með nafni, mynd, kennitölu og þeim persónuupplýsingum sem þarf. Aftan á skírteini verður Serial númer merkjarans þíns + mynd.

5. Völlurinn í HFJ:
* Grjóthreinsa þarf völlinn
* Steypa og setja upp 3 staura
* Hreinsa rusl
* Planta Gróðri

6. Smíða byrgi fyrir völlinn
* Smíða þarf 20 byrgi fyrir völlinn úr vatnsheldum
krossvið.
* Kostur við þau er að einfalt er að setja þau upp og fella
niður.

7. Framhaldsskóla mótaröð !
* Vonandi í samstarfi við eigandur Megarena, Eyþór eða
aðra, verður hægt að halda framhaldsskóla mótaröð í speedball / x-ball.
* Skipulagsnefnd fer útí það að plana þessa mótaröð og allt í kringum hana.
* Búið verður til flott kynningarvideo sem sýnt verður í
framhaldsskólum
* Styrktaraðilar sjá um að styrkja það nemendafélag sem
vinnur mótið
, það hvertur til aukinnar aðsóknar og
hjálpar frá nemendarfélaginu.

8. Heimasíða
* Margmiðlunarnefnd fer í að búa til heimasíðu fyrir LBFH,
sjá um fréttakerfi, upplýsingar og allt sem tengist
síðunni og auglýsingum.

9. Innkaup á merkjurum
* Sú ábyrgð færist yfir á mig sem gjaldkera.

10. 5 nýjir félagsmenn bættust við á fundinum
og hvetjum alla sem hafa áhuga að drífa í þessu.
* Einnig hvetjum við heilu liðin til að byrja í einu, það
getur sparað sendingarkostnað á útbúnaði, einnig er
möguleiki á afslætti af búnaðinum !

Thats about it, endilega bæta við ef ég gleymdi einhverju.

Bestu kveðjur.
Toggi
The weak can never forgive. Forgiveness is the attribute of the strong. - Mahatma Gandhi