Hvernig verða litboltar eiginlega til? Fyrstu litboltarnir voru hannaðir fyrir um það bil 38 árum af fyrirtæki sem heitir Nelson Paint Company. Þeir voru þó ekki notaðir í íþróttina eins og við þekkjum hana í dag, heldur til að merkja tré af löngu færi og svo kýr. Þeir boltar voru búnir til úr vaxi og þóttu ekki mjög heppilegir sem slíkir á sínum tíma.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú eru til ýmsir litboltaframleiðendur svo sem Diablo, Evil, DXS, Spider og fleiri. Þeir litboltar sem framleiddir eru í dag þykja mjög vandaðir sumir hverjir og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera eiturefnalausir (möo. non-toxic).

En hvernig eru þeir búnir til?


Boltinn samanstendur af svokallaðri skel(möo. shell) og fyllingu(möo. fill)

Til að búa til skelina er vatni hellt í risastóran heitan pott. Þá blanda þeir ýmsum matvælum sem fyrirtækið vill ekki gefa upp og þetta er hrært saman. Þá setja þeir svokallað Gelatín út í blönduna, en það er aðal efni blöndunnar.

Líklega vita fæstir hvað Gelatín er en það er lífrænt efni búið til úr dýrafitu, beinum og fleiru. Gelatín er notað í hlaup, jógúrt, ís, sýrðan rjóma, pillur og fleira.

Þessu er blandað saman í hálftíma og það sem ekki bráðnar er sigtað úr blöndunni. Nú lýtur blandan út eins og sýróp og matarlit er bætt við blönduna til þess að lita skelina. Svo er hún gerð að renningum eins og álpappír, bara þykkri til þess að búa til skel boltans.

Til þess að búa til fyllinguna nota þeir gelatín og efnið “polyethylene glycol” en það er létt að þrífa því það er vatnsleysanlegt. Það efni er meðal annars notað í tannkrem, húðkrem og sleipiefni. Síðan er fyllingin þykkt með Crayon vaxi, eins og notað er í vaxliti sem flestir þekkja.

Eftir að efnið í skel og fyllingu er tilbúið er boltinn búinn til með samskonar tæki og býr til sápubolta sem eru gjarnan notaðir í baði. Vélin býr fyrst til hálfa bolta (| (| og í sömu andrá sprautar hún fyllingunni inn í tvo hálfa bolta og lokar hálfboltunum (|).

Þá eru boltarnir enn of mjúkir til að halda réttri lögun svo þeir eru settir í þurrkara. Þegar boltarnir eru orðir stökkir eru þeir svo tilbúnir til notkunar og þeir eru taldir og pakkaðir.

Boltarnir eru einungis gerðir úr lífrænum efnum sem leysast upp í náttúrunni og engin eiturefni eru notuð.


Gæði boltana fer að sjálfsögðu eftir innihaldinu. Dýrir boltar eiga að vera reglulegri sem kúlur og með þykkri málningu inní sem sést betur og er ekki of létt að þurrka af í miðjum leik. Einnig eru boltar sem búnir eru til fyrst í ferlinu yfirleitt mislaga vegna þess að verið er að stilla tækin og mismunandi er hvort framleiðendur hendi þeim boltum eða selji ódýrara eða jafnvel á sama verði. Þetta fer allt eftir gæði framleiðanda.

Heimildir:
Discovery Channel
Wikipedia
FAQ um litbolta eftir Guðmann Braga Birgisson