Mitt álit á litboltafyrirtækinu í Straumsvík Sælir.

Ætla að skrifa stutta grein um mitt álit á paintballfyrirtækinu í Straumsvík, eða litbolti.is félaginu.

Pantaði tíma hjá þeim um daginn og fékk ágætis þjónustu, ekkert slæmt að segja um það.

Komum einhverjum mínútum seinna vegna umferðar og staðsetning svæðisins er ágæt, ef maður spáir í hvað þetta er stutt frá Reykjavík.


Áður en þið lesið þetta ætla ég að benda á það að ég hef
ekki mjög mikið vit á paintball, þetta er bara mat frá mér, og ég er bara eðlilegur kúnni.

Þegar við komum þá fórum við í gallana og versluðum nokkur auka hylki á 13 kr. Boltann. Þá fórum við í einnar mínútu fyrirlestur um reglurnar og öryggisatriðin, bannað að taka grímuna af og ekki koma með byssurnar út fyrir svæðið. Allt í góðu með það, við skiptum í lið og tókum fyrsta leikinn.
Fyrsti leikurinn gekk ágætlega fyrir utan það hvað maður áttaði sig ekki hvað kúlurnar hyrfu fljótt, þar sem ég hef bara einusinni farið í paintball áður. Eftir fyrsta leikinn voru einhverjir með málningu á grímunni og byrjuðu að nudda málninguna af. Þá brjálaðist gæjinn sem vann þarna og öskraði „HEY!! ÞÚ! Ekki dusta málninguna af með búningnum, afhverju heldurðu að grímurnar séu svona rispaðar?!“ í frekar háum rómi, en hann hafði ekkert talað um að það mætti ekki fyrir leikinn. Fannst virkilega lélegt að skamma menn fyrir eitthvað sem segir sig ekki beint sjálft, hann hefði þá frekar átt að fara yfir þetta fyrir leikinn, og fyrst hann gleymdi því hefði hann ekki átt að vera með þennan dónaskap.

Þótt ég sé enginn atvinnu-spilarni þá gef ég þessum byssum ekki háa einkunn því miðað við hvað völlurinn er stór eru svona 10% líkur á því að þú hittir einhvern hinum megin á vellinum. Það var algjört logn þegar við spiluðum, nánast, en kúlurnar sveigðu samt og drifu ekki neitt, duttu bara niður ca. 30m frá manni, og stundum sprungu kúlur um leið og þær komu úr byssunni. Mér finnst völlurinn alltof stór miðað við hvað byssurnar drífa lítið. Svo er þetta ekki mjög kjörin aðstæða, mitt álit er að það sé ekki sniðugt að hafa þetta í hrauninu, ég vill geta hlaupið án þess að vera í hættu að detta og lenda á steinum eða slíkt. Ef maður ætlar að renna sér niður brekku þá er ekki gott ef það eru steinar sem maður sér ekki.

Ég svitnaði ágætlega á grímuna og tók eftir því að hún var mjög móðug. Það voru uþb. 20 grímur á bakkanum þarna og þær voru allar með handónýtt gler, sást ekkert út um þau, svo ég sætti mig við mína svitagrímu.

Fóru einhverjir með byssurnar óvart útaf leikvellinum, þá var skotið í rassinn á þeim, og líka ef þeir tóku grímurnar af inná vellinum óvart. Fín regla, gott til að minna mann á það, alveg ágætlega sárt, samt ekkert rosalega, verkurinn hverfur eftir 1-2mínútur.

Finnst að það ættu allir að skoða völlinn þegar þeir mæta. Hefði alveg verið til í að skoða aðstæður, sérstaklega vegna þess hve grýtt þetta svæði er, slapp oft naumlega frá því að lenda á steinum osfrv. Grímurnar voru handónýtar flestar, sást virkilega takmarkað út úr þeim. Kúlurnar þarna eru allt of dýrar miðað við að þær kosta 1kr stykkið í útlöndum, 1000% álagning er frekar gróf. Efast um að professional gaurar í paintball gefi þessum byssum háa einkunn mv. Það þett er skakkt og hvað þetta drífur takmarkað. Átta mig líka á því að ég er ekki góður í þessu, kannski var það það.


Ætla að gefa einkunnir, mitt mat, bæði á þjónustu, velli og svo aðstæðum, á skalanum 0 til 10.

Veður: 9 [Átta mig á að þeir stjórna veðrinu ekki]
Staðsetning: 8 [Fín, fyrir utan hvað það getur verið hvasst við sjóinn, fjarlægð frá Rvk lítil]
Þjónusta: 7 [Lækkaði þegar gaurinn var með kjaft útaf því hann gleymdi að fara yfir nokkrar reglur]
Byssur: 5 [Virkuðu ekki vel á mig, enda er ég ekki vanur, en þær drífa sutt mv. stærð vallarnis]
Grímur: 4 [Sást mjög takmarkað út um þær vegna lélegs „glers“]
Völlur: 4 [Allt of stór mv. Hvað byssurnar drífa, skipulag slappt]
Leikreglur: 8 [Finnst þessir fánar á heimskulegum stöðum, bara ég kannski]

Ég er alveg ágætlega ánægður svona eftir á að lýta, fyrir utan þetta fáránlega verð á skotunum og hversu stór völlurinn er miðað við hvað byssurnar drífa. Ætla mér að prufa völlinn uppí Grafarholti þegar þeir flytja þangað og hætta þegar ég er búinn með 200 skot, þeas eitt auka hylki :) Vona að mér lýtist betur á skipulagið á þessum fjórum völlum sem þeir koma til með að hafa þar. Opna víst “Wild West” völlinn einhverntíman um/eftir mánaðarmót.

Til þeirra sem eru að pæla í að fara í paintball:
Hvet ykkur til að prufa þetta. Mæli með því að vera ekki að kaupa mikið meira en 1-2 fyllingar, vegna okurverðs á kúlunum og ekki skjóta ef andstæðingurinn er langt í burtu, frekar snúa byssunni á hlið svo að kúlurnar detti ekki í hólkinn, og þrýsta á gikkinn bara til að fá skothljóðið til að blekkja, og reyna að komast í gott færi. Byssurnar drífa mjög takmarkað, bara cover-move og vera með gott plan :)

Já, ég hvet alla til að prufa, takk fyrir mig :)
Ætlaði að senda þetta sem grein, ekki kork :o