Ég fór í gærkvöldi og kíkti á þetta við endann á Suðurlandsbraut fyrir utan Mörkina.

Þeir verða þarna yfir helgina.

Tók auðvitað dótið með og spilaði einhverja 4 leiki með strákum sem þarna voru.

Þetta er mjög flottur völlur, fínn í 3 on 3, en ansi þröngur og stutt á milli byrgja.

En lausnin á netinu er frábær, bara blása upp bogana og netið þekur allan völlinn..

Ég spjallaði heillengi við einn eigandann um hvernig félagið starfar og hvað við þurfum í kringum okkar starf.

Nú eru þeir auðvitað með fyrirtæki, búnir að leggja mikla peninga í þetta og verða að fá hagnað til baka, en mér fannst hann skilja okkar þarfir vel og við og þeir gefum örugglega eitthvað form á samstarfi sem hentar báðum.

Þeir eru svo með völl rétt fyrir utan Kerið í Grímsnesi, sem er um 1 klst akstur. Það væri ekki vitlaust að kíkja þangað í hópferð einhvern laugardaginn.

Við ræddum það líka að hópur frá félaginu sem kemur með allan eiginn búnað og skýtur kúlum í kassavís kemur á öðrum kostnaðarlegum forsendum en almenningur sem kemur inn af götunni.

Mér fannst það á þessu spjalli okkar að þeir væru tilbúnir til að koma til móts við félagsmenn í aðgangi og kostnaði. Sjáum til hvað setur.