Komið sælir hugarar nær og fjær. Ákvað að skella inn hérna svosem einni grein til þess að lífga aðeins uppá þetta blessaða áhugamál og segja frá minni fyrstu reball reynslu.

Við félagarnir höfum verið að spila svona nokkrum sinnum núna á seinustu vikum, erum svona sirka 5 - 7 sem erum að spila saman. 5 af þessum 7 sem hafa spilað voru bara að prufa þetta í fyrsta skiptið núna fyrir nokkrum vikum, hinir tveir hafa verið í þessu lengur.

Við mættum uppí íþróttarhús klukkan sirka 7, og spenningurinn alveg að fara með mann! Við byrjuðum á því að laga aðeins völlin, “tjúna” niður byssurna og taka nokkur skot. Örfáum mínútum seinna vorum við byrjaðir að spila. Við splittuðum upp í 2 vs. 3, þar sem að við náðum ekki að redda búnaði í 3 á 3. Maður var pínu stressaður yfir því að fá þessar kúlur í sig, og hélt ég að það yrði talsvert verra að fá ‘ReBall’ kúlurnar í sig heldur en þær venjulega. En satt að segja er mun verra að fá þessar venjulegu í sig, og fann maður varla fyrir þegar maður var skotin. Þó svo að það hafi komið nokkur skot inná milli sem að gátu sært.

Við s.s. bara upp í 2 vs. 3, og spilaður var Speedball af bestu gerð. Við róteruðum svo alltaf liðunum á tveggja ránda fresti. Ég ætla nú ekki að fara að segja hvað gerðist í hvaða roundi, eða einhver svaka highlights. Vildi bara deila með ykkur minni fyrstu reynslu af reball, og ég get fullvissað ykkur um það að þetta var ekki sú seinasta.

Íþróttarhús Hornafjarðar var svo elskulegt að lána okkur íþróttarhúsið án alls gjalds, bara með því skilyrði að við tækjum til eftir okkur, sem var auðvitað sjálfsagt! Ég hef annars ekki mikið að segja meira um þetta, nema að þetta hafi verið eitt af því skemmtilegasta sem að ég hef á ævinni gert. Bara takk fyrir mig strákar :)

Svo sjáumst við bara hress á Framhaldsskólamótinu, aight?