Eftir smá umræður var ákveðið að byrja á snap-shooting æfingum. Sex byrgjum var raðað upp, þremur á móti þremur þvert á völlinn. Þeir sem voru á móti hvor öðrum æfðu svo snap-shooting í um 2 mínútur. Þá var flautað og sprettað yfir í næsta byrgi til hægri. Um leið var reynt að sweet-spotta þann sem hljóp milli byrgja í röðinni á móti.

Eftir að hafa rennt sér í byrgi byrjaði ný snap-shooting upp á nýtt í öðruvísi löguðu byrgi, gegn nýjum andstæðing

Frábær æfing í tækni sem skiptir virkulegu máli í teknískum leik.

Síðan var spilað 3 á 3 í góða stund, þar til var kominn tími til að pakka saman.

Aðrar æfingar sem ætti að æfa :

Run and gun : Hlaupa bæði til hægri og vinstri, þvert og að skotmarki og halda miði á markinu á meðan er hlaupið.

Snap and dominate : Snappa á móti andstæðing, ná að halda honum niðri og hlaupa að honum í bunkering move. Æfir sóknartækni

1 á móti 2 : Einn að verjast gegn tveimur í snap-shooting, æfir vörnina gegn snap and dominate. Ef vel tekst til getur einn náð að halda tveimur alveg niðri.

Sjáumst næsta sunnudag.