Eldur laus á litboltasvæði í Kópavogi
Eldur kviknaði í gömlu húsi á litboltasvæðinu við Nýbýlaveg í Kópavogi í kvöld. Slökkvilið var kallað út þegar stundarfjórðung vantaði í átta og var svæðinu lokað af að hluta vegna sprengihættu sem stafar af litaskothylkjum sem þar er að finna.

Nokkrir slökkviliðsbílar voru sendir á svæðið og hafa þeir ráðið niðurlögum eldsins. Eldkafarar eru nú að störfum á vettvangi og telur lögregla að svæðið sem var lokað verði opnað innan skamms.

Þessi frétt er tekin af Vísi.is

Hvað er að blaðamönnum? Gleypa þeir allt sem þeim er sagt? Sprengihætta af litaskothylkjum???? Þessir menn eru fífl. Um að gera að kynna sér málið áður menn birta svona fréttir.

Ég fór inní Lund fyrr í kvöld og kíkti á vegsummerki með lögreglunni. Húsið sem afgreiðslan er í er gjörónýtt. Merkjarar og annað laulegt liggur undir skemmdum og ekki er víst að hægt verið að nota nokkuð af því sem í húsinu var aftur.

Þetta mun óneytanlega setja nokkuð strik í reikning litboltafélaga sem og annara áhugamanna um litbolta.

Framhaldsskóla mót sem fram á að fara næstu helgi er í nokkuri óvissu.

Allur kúlulagerinn eyðilagðist í þessum bruna. Þetta er allt mjög sorglegt fyrir okkur áhugamenn um litbolta.

Ég vill votta Eyþóri samúð mína með þennan ömurlega atburð. Ef að það er eitthvða sem að ég get gert til að aðstoða þá læturðu bara vita.

Later…

Xavie