Ég veit ekki betur en að mótið verði núna um næstu helgi þ.e. 25.-26. ágúst og verður það haldið í Kópavogi á Sup'AirBall vellinum.

Hvað reglur varða þá hef ég tekið það á mig að stýra þeim og ákveða hverjar þær verða. Þær verða settar hér upp á vefin um leið og þær eru tilbúnar.

Verið er að tala um mótsgjald uppá 15.000 kr á lið fyrir 2 daga keppni. Ekki er gert ráð fyrir færri en 12 liðum til þáttöku. Verðlaunin verða vegleg en Éyþór Guðjónsson hjá Litbolta ehf sér allfarið um þann pakka.

Hér kemur uppkastið.

1. Öll lið skulu vera skráð til keppni ekki síðar en klukkan 18:00 föstudaginn 24. ágúst.

2. Leikmenn meiga ekki spila með öðrum liðum en þeir eru skráðir í. Ekki má sami leikmaður vera skráður í fleira en eitt lið. Keppt er í 5 manna liðum. Skráðir leikmenn í lið meiga vera allt að 10 manns (5 varamenn). Sömu reglur gilda um varamenn og aðalmenn í liði.

3. Engar nálægðarreglur eru í gildi. Skjóta má menn af eins stuttum færum og menn kjósa. (Ég myndi þó þiggja það ef að ég yrði beðin að gefast upp;-))

4. Leikmenn skulu vera tilbúnir fyrir leik þegar leikurinn á undan þeirra leik er að hefjast. Dagskrá verður útdeilt og er það á ábyrgð leikmanna að fylgjast með því hvnær röðin er kominn að þeim.

5. Allir merkjarar eru hraðamældir á leið útaf vellinum. Ef leikmenn yfirgefa völl án þess að hraðamæla merkjara sinn er það sjálfkrafa tekið sem að merkjarinn sé að skjóta of hratt og fær liðið mínusstig. Það sama á við ef að leikmenn eru að fikta við hraðastillir á merkjara sínum á vellinum eftir að leikur hefst og áður en merkjarinn hefur verið hraðamældur.

6. Ef leikmaður liuðs þyklir sína óíþróttamannslega framkomu á liði á hættu að fá allt að 10 refsistig og við ítrekað brot að vera vísað úr keppni.

7. Ekki má nota neinn búnað frá leikmanni sem hefur verið merktur úr leik.

8. Leikmenn skulu hefja leik þannig að öll hlaup á merkjurum vísi niður. Hugsanlegt er að leikmenn verði að byrja fyrir aftan nokkurskonar hlið og megi ekki byrja að skjóta fyrr en komið er framhjá hliðinu.

9. Ákvarðanir yfirdómara eru endanlegar.

Þetta er svona það sem að komið er í bili. Verið er að breyt a og bæta. Gera má ráð fyrir að reglur verði fullmótaðar fyrir upphaf móts. Verið er að reyna að fá 1 lið til að dæma allt mótið. Það kemur í veg fyrir að rifist verði um ákvarðanir dómara vegna hagsmunaárekstra.

Nóg í bili…

Xavie