Það eru nokkrar reglur sem eru notaðar úti í heimi sem við ættum að spá í hvort við viljum taka upp eða ekki. Eða jafnvel gera okkar eigin útgáfu af þeim fyrir næsta mót.

Til dæmis :

1) Tveir-fyrir-einn
Það er á ábyrgð leikmanns að spila heiðarlega, hann á að fylgja reglum og kalla sjálfan sig út ef hann er merktur. Ef leikmann grunar að hann hafi verið merktur en getur ekki séð eða fundið það sjálfur á hann að kalla á “paintcheck” frá dómara. “Tveir-fyrir-einn” reglan er þannig að ef leikmaður spilar áfram eftir að hafa verið merktur er hann sendur út og annar leikmaður einnig sem dómari velur af handahófi. Þessi regla gildir þó menn hafi ekki vitað af því að þeir séu merktir.

Ættum við að hafa “tveir-fyrir-einn” eða hafa refsistig ? Tveir-fyrir-einn er ansi ströng refsing þegar það eru aðeins fimm í liði, en sömuleiðis verða afleiðingar brotsins að vera nógu fráhrindandi.

Ég veit ekki með aðra en ég finn þegar skot lendir í hopper, á merkjaranum eða á loftkútnum. Titringurinn af högginu fer ekki fram hjá mér, né smellurinn, þó reyndar sé hann oft mjög lágur. Það er helst að maður finni ekki fyrir skoti þegar það lendir á harnessinu, en það ætti nú að vera mjög sjaldgæft að vera skotinn í bakið í keppni.

2) Þrír-fyrir-einn
Ef leikmaður er merktur, spilar áfram og merkir andstæðing áður en dómari nær að stöðva hann og kalla hann út með “tveir-fyrir-einn” er refsingin að hann er sendur út og tveir samherjar með honum. Andstæðingurinn sem var merktur er settur inn í leikinn aftur. Í fimm manna liði er það hrikalegt að þrír séu sendir út samtímis svo þessi refsins er mjög hörð.

Þessa regla getur orðið svolítið erfið, sérstaklega þegar menn eru á hlaupum fram hjá byrgi og merkja þann sem er bakvið byrgið um leið og þeir fá skot í sig. Þá getur verið erfitt að sjá hvor hitti fyrst, við slík tilfelli er réttast að báðir séu einfaldlega sendir út. Þar sem refsingin “þrír-fyrir-einn” er mjög ströng ætti ekki að beita henni nema það sé augljóst að leikmaðurinn er að halda áfram að spila og merkir andstæðing eftir að hafa verið merktur sjálfur.

3) Þriggja bletta reglan
Lið fær refsistig ef andstæðingur er merktur fjórum sinnum eða oftar. Tilgangur hennar er að koma í veg fyrir að menn skjóti of mikið á andstæðing. Ef maður kemst í gott færi við andstæðing sem greinilega veit ekki af manni á maður að geta miðað og merkt hann út með því að miða vel og skjóta þrisvar - fjórum sinnum. Það er óþarfi að láta hátt í tug kúlna rigna yfir hann. Þessi regla minnkar einnig forskot hraða electroniska merkjara eins og Angel og Shocker nokkuð á hina sem eru með hægari merkjara.

Hafa menn fleiri reglur sem þeir vilja bæta við eða breyta ? Nú er búið að halda tvö mót og nokkur reynsla komin á dómgæslu og fyrirkomulagið við leikinn, svo einhverjar skoðanir hljóta að vera á lofti.

kv,
DaXes
LBFR