Nýtt Paintball tímarit - FACEFULL Ég fékk úi hendurnar í morgun nýtt paintball tímarit sem á að koma út 6 sinnum á ári og heitir ritið FACEFULL og er gefið út af Laurent Hamed sem er aðaleigandi Adrenaline Games ásamt Eduardfo Pellicci sem er þvílíkur paintball áhugam´ður og art director hjá frægu tískuriti. Það er skemmst frá því að segja að blaðið er frábært. Þetta er “Paintball meets Vouge” þetta er einmitt það sem að við þurfum til að lifta íþróttinni svolíðið upp. Það er mikið um greinar og var fjallað um öll helstu mótin sem fram hafa farið á þessu tímabili, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Það er fullt af áhugaverðum viðtölum við helstu móitshaldara í heiminum í dag. Það er greinilegt að það er verið að hækka standardinn með þessu riti.

Ég talaði við Fabien Cuviliez í dag en hann sendi mér tímaritið og þakkaði honum kærlega fyrir. Hann bað mig á móti um að senda honum gerinar um mótin á Íslandi og prófíl um landið og hvað er að gerast í Paintball á Íslandi. Það verður gaman að sjá fjallað um íþróttina okkar á síðum blaðs í þessum gæðaflokki.

Ég þarf bara að passa upp á innsláttarvillurnar sbr. “Sæðið var blautt” í seinustu greininni minni. ;-)

Allavega þá er heimasíðan þeirra ennþá í vinnslu og er ekki kominn upp ennþá. Slóðin á hana verður samt www.Face-Full.com. Það er um að gera að skrá sig sem áskrifenda á þetta rit því að það kostar aðeins $25 eða um 2500 kall.

Kíkið á þetta, þið sjáið ekki eftir því.

Kveðja,

Xavie