Jæja, þá er öðru móti sumarsins lokið.

Sigurvegarar voru IceFamily, í öðru sæti voru Chickens og í því þriðja voru Væringjar.

En nóg um það… besta liðið á svæðinu var auðvitað Englarnir!!!
Englarnir spiluðu allir með leigubyssum og tóku stig af öllum liðum. Hehehehehe… það er gaman að geta skotið mikið af skotum.

Hmm… ég er kannski farinn að rugla helst til of mikið, ha?

Já, mótið… Fór vel af stað og segja má að allir hafi skemmt sér mjög vel. Sæðið var að vísu mjög blautt og hafði það vafalítið áhrif á spilamennsku manna. Nokkrum hlutum var breytt frá fyrsta mótinu í Hafnarfirði. Spilaðar voru 2 umferðir í stað þess að spila 2 leiki í röð við sama liðið. 1 dómari úr hverju liði sem ekki var að keppa var inná vellinum þannig að dómarar voru alltaf 4 í hverjum leik. Nokkur vafaatriði komu upp og tel ég að dómararnir hafi flest allir leyst starf sitt vel af hendi.

Mun minna var um tafir og mð'ótið núna var mun skipulegra en seinasta mót. En betur má ef duga skal. Það má alltaf gera betur. Skipulagið hefði mátt vera mun betra og reglurnar í fastari skorðum en þær voru á þessu móti. Það voru ekki allir dómarar sammála um hvernig túlka átti sumar reglur og greinilegt að við þurfum að búa til reglur sem að við ætlum að nýta okkur á öllum mótum, það dugar skammt að semja eða sammþykkja reglurnar rétt áður en mótið hefst. Sum lið útnefndu aðeins 1-2 til að dæma alla leikii fyrir sig og langar mig sérstaklega að þakka Óskari úr GI fyrir að hafa staðið sig mjög vel en hann dæmdi alla leiki eða spilaði fyrri hluta móts (þó að hann hafi ekki verið klár á reglunum í fyrstu).

Það sem ég vill gera með þessum greinarskrifum er að fá upp á yfirborðið all það jákvæða og neikvæða um þetta mót. Þá er ég ekki að tala um ríg manna á milli. Heldur hvernig við getum gert næsta mót en betra.

Sjáumst á Grundarfirði næstu helgi.

Xavie