Hvernig væri að halda mót í Litbolta. Félögin 2 á höfuðborgarsvæðinu hljóta að geta náð saman í 3 - 4 fimm manna lið hvort um sig. Þá er grundvöllur fyrir góðu 6 - 8 liða móti.

Staðsetningin er klárlega á vellinum í Kópavogi, a.m.k. á meðan það er eini löglegi völlurinn.

Þá er það spurningin um dagsetningu. Hvernig hljómar einhver helgi snemma í júní. Jafnvel Hvítasunnuhelgin, nema margir ætli sér út úr bænum þá helgi.

Svo er það fyrirkomulagið. Mér líst vel á að hafa þetta einn riðil þar sem hvert lið keppir vil öll hin, á minnsta kosti á meðan fjöldi liða er undir 10 í riðli. Efstu 4 liðin eftir riðilinn færu svo í úrslitakeppni og kepptu aftur innbyrðis. Efri tvö liðin úr þessum fjögurra liða riðli tækju svo úrslitaleik um fyrsta og annað sætið og neðri tvö leik um þriðja og fjórða sætið.

Það sem mér finnst gott við þetta fyrirkomulag er að fjöldi leikja fyrir öll lið sem taka þátt er töluverður svo allir skemmta sér við að spila vel og lengi. Svo verður úrslitakeppni sem gaman er að fylgjast með. Fjöldi leikja í úrslitakeppninni og það að hafa úrslitaleiki gefur einnig til kynna hvaða lið er í raun og veru best. Það hefur komist í efstu 4 sætin í riðlakeppninni, hefur orðið eitt af tveimur efstu í 4 liða riðli og svo að lokum unnið úrslitaleik.

bestu kveðjur
DaXes
LBFR